fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega frammistöðu á Spáni

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. mars 2025 19:15

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði 3-1 fyrir Kósóvó á Spáni í dag, en leikurinn var eiginlegur heimaleikur Íslands.

Þar með fara Strákarnir okkar niður í C-deild Þjóðadeildarinnar, en fyrri leikurinn tapaðist 2-1 úti í Kósóvó.

Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna Íslands.

Hákon Rafn Valdimarsson – 5
Ekki við Hákon að sakast í dag.

Valgeir Lunddal Friðriksson (22′) – 3
Fór snemma meiddur af velli. Var að stíga upp úr meiðslum og spurning hvort hann hafi verið tilbúinn í að byrja.

Sverrir Ingi Ingason – 3
Vörn Íslands herfileg í dag.

Stefán Teitur Þórðarson – 3
Byrjaði leikinn vel en það dró verulega af honum og hann leit alls ekki vel út í öðru marki Kósóvó.

Ísak Bergmann Jóhannesson (46′) – 3
Var í vandræðum í stöðu vinstri bakvarðar, sem hann er ekki vanur að spila, í fyrri hálfleik.

Þórir Jóhann Helgason – 5 – Maður leiksins
Gerði sitt heilt yfir nokkuð vel og sýndi fína frammistöðu í lélegu liði.

Arnór Ingvi Traustason (46′) – 3
Fór lítið fyrir honum áður en hann var tekinn af velli í hálfleik.

Willum Þór Willumsson (65′) – 3
Kom ekki mikið úr honum og klikkaði á góðu færi á ögurstundu.

Albert Guðmundsson – 4
Sýndi gæði sín inn á milli og lagði upp mark Íslands. En við erum svo langt frá því að fá það besta úr honum.

Jón Dagur Þorsteinsson – 4
Oftast eitthvað um að vera í kringum Jón Dag. Dró þó af honum eins og öðrum þegar leið á leikinn.

Orri Steinn Óskarsson (65′) – 5
Skorar mark Íslands, líkt og í fyrri leiknum, og gerði vel þar.

Varamenn

Bjarki Steinn Bjarkason (22′) – 3
Leit illa út í marki Kósóvó skömmu eftir að hann kom inn á.

Logi Tómasson (46′) – 4
Ekki mikið við Loga að sakast eftir hans innkomu.

Aron Einar Gunnarsson (46′) – 2
Afar vond innkoma „toppuð“ með rauðu spjaldi.

Andri Lucas Guðjohnsen (65′) – 3
Náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Kristian Nökkvi Hlynsson (65′) – 3
Náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ ræður þrjá til starfa – Ekki verið gert áður

KSÍ ræður þrjá til starfa – Ekki verið gert áður
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skoða að reka hann og eru klárir með arftaka

Skoða að reka hann og eru klárir með arftaka
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United þarf að greiða hátt í níu milljarða

United þarf að greiða hátt í níu milljarða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool virkjar samtalið

Liverpool virkjar samtalið
433Sport
Í gær

Moldríku eigendurnir vilja eignast annað félag – Mun kosta 100 milljónir evra

Moldríku eigendurnir vilja eignast annað félag – Mun kosta 100 milljónir evra
433Sport
Í gær

Áfall fyrir Arsenal – Mikil pressa frá Real Madrid

Áfall fyrir Arsenal – Mikil pressa frá Real Madrid