fbpx
Sunnudagur 23.mars 2025
433Sport

Tjáir skoðun sína á frammistöðu Arons en sér ekki endilega lausnina – „Ég er allavega á því“

433
Laugardaginn 22. mars 2025 10:30

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsleikur Íslands gegn Kósóvó, sem tapaðist 2-1, var gerður upp í Íþróttavikunni hér á 433.is. Þar var Sigurbjörn Hreiðarsson gestur Helga Fannars og Hrafnkels Freys.

Aron Einar Gunnarsson byrjaði leikinn eftir að hafa lítið spilað með félagsliði sínu, Al-Gharafa í Katar, í vetur.

„Maður sá það þegar leið á leikinn að það var farið að draga af honum. Hann er klárlega ekki tilbúinn í 90, ekki einu sinni sem hafsent. Ég er allavega á því,“ sagði Hrafnkell.

video
play-sharp-fill

Sigurbjörn telur að Arnar Gunnlaugsson geri breytingar á liðinu fyrir seinni leikinn gegn Kósóvó á morgun. „Það eru þrír dagar á milli og ekkert allir að spila í sínum liðum. Það má alveg búast við því að hann breyti,“ sagði hann áður en Hrafnkell tók til máls.

„Hverju ætlar hann að breyta í vörninni ef hann tekur Aron út? Hann tók fáa varnarmenn með sér út. Hann getur sett Guðlaug Victor þar og vonandi verður Valgeir Lunddal heill og getur verið í bakverði.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alls ekki viss um að Rashford snúi aftur

Alls ekki viss um að Rashford snúi aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lengjubikarinn: Valur meistari eftir frábæra endurkomu

Lengjubikarinn: Valur meistari eftir frábæra endurkomu
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikurinn gerður upp og rýnt í Bestu deildina

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikurinn gerður upp og rýnt í Bestu deildina
Hide picture