Það er útlit fyrir það að Luka Modric muni ekki snúa aftur til heimalandsins áður en knattspyrnuferlinum lýkur.
Modric hefur sjálfur staðfest það að hann vilji klára ferilinn hjá Real Madrid þar sem hann hefur leikið í mörg ár.
Króatinn hefur verið orðaður við endurkomu til heimalandsins en hann verður samningslaus í sumar.
Miðjumaðurinn verður fertugur í september á þessu ári en hann gæti fengið eins árs framlengingu á Spáni.
Hann hefur leikið tæplega 600 leiki fyrir Real og er enn að spila með króatíska landsliðinu.