Trent Alexander Arnold hefur hafnað nýjasta samningstilboði Liverpool ef marka má ensk götublöð í dag.
Trent er eins og margir vita sterklega orðaður við Real Madrid en hann verður samningslaus í sumar.
Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur reynt að sannfæra Trent um að krota undir en það hefur ekki skilað árangri.
Um er að ræða gríðarlega öflugan hægri bakvörð sem er lykilmaður hjá Liverpool og enska landsliðinu.
Trent virðist hafa tekið ákvörðun um að fara til Spánar og vill ekki spila með uppeldisfélaginu á næsta tímabili.