Roberto De Zerbi, stjóri Marseille, baunaði á störnu liðsins Mason Greenwood á dögunum en hann var ekki valinn í hóp gegn Paris Saint-Germain.
Greenwood hefur verið einn besti leikmaður Marseille á tímabilinu en samkvæmt De Zerbi var hann ekki í nógu góðu líkamlegu standi til að spila leikinn.
De Zerbi hefur verið óánægður með hegðun og viðhorf Greenwood undanfarnar vikur og hefur hann fengið minna að spila en í byrjun tímabils.
Eftir að landsleikjahléð fór af stað þá fengu leikmenn Marseille fjögurra daga frí – allir nema Greenwood.
Sóknarmaðurinn hefði getað tekið fjögurra daga frí eins og aðrir en ákvað að mæta til æfinga eftir tveggja daga frí og reynir þar að svara fyrir sig.
Greenwood vill leggja allt í sölurnar á lokaspretti tímabilsins og vill ekki vera bendlaður við leti eða áhugaleysi hjá franska stórliðinu.