fbpx
Sunnudagur 23.mars 2025
433Sport

Mætti tveimur dögum fyrr eftir gagnrýni þjálfarans – Sagður vera áhugalaus

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. mars 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roberto De Zerbi, stjóri Marseille, baunaði á störnu liðsins Mason Greenwood á dögunum en hann var ekki valinn í hóp gegn Paris Saint-Germain.

Greenwood hefur verið einn besti leikmaður Marseille á tímabilinu en samkvæmt De Zerbi var hann ekki í nógu góðu líkamlegu standi til að spila leikinn.

De Zerbi hefur verið óánægður með hegðun og viðhorf Greenwood undanfarnar vikur og hefur hann fengið minna að spila en í byrjun tímabils.

Eftir að landsleikjahléð fór af stað þá fengu leikmenn Marseille fjögurra daga frí – allir nema Greenwood.

Sóknarmaðurinn hefði getað tekið fjögurra daga frí eins og aðrir en ákvað að mæta til æfinga eftir tveggja daga frí og reynir þar að svara fyrir sig.

Greenwood vill leggja allt í sölurnar á lokaspretti tímabilsins og vill ekki vera bendlaður við leti eða áhugaleysi hjá franska stórliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alls ekki viss um að Rashford snúi aftur

Alls ekki viss um að Rashford snúi aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lengjubikarinn: Valur meistari eftir frábæra endurkomu

Lengjubikarinn: Valur meistari eftir frábæra endurkomu
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikurinn gerður upp og rýnt í Bestu deildina

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikurinn gerður upp og rýnt í Bestu deildina