fbpx
Sunnudagur 23.mars 2025
433Sport

Hló að hugmyndinni um að hann myndi spila frammi – ,,Meira bullið“

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. mars 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Merino hefur undanfarið spilað sem framherji hjá enska stórliðinu Arsenal en hann er þekktastur fyrir það að spila á miðjunni.

Arsenal er með fáa valkosti í fremstu víglínu í dag vegna meiðsla og þess vegna hefur Merino tekið að sér óvænt hlutverk.

Spánverjinn viðurkennir að hann hafi hlegið að hugmyndinni til að byrja með áður en hann fékk orð í eyra frá stjóra liðsins, Mikel Arteta.

,,Við vorum í æfingaferð í Dubai og Kai Havertz varð fyrir því óláni að meiðast. Margir voru meiddir og það eru fáir sóknarmenn til staðar,“ sagði Merino.

,,Á samskiptamiðlum og í skilaboðum frá vinum mínum þá var það nefnt að ég myndi spila frammi en ég hló bara að þessu. Ég hugsaði að þetta væri meira bullið.“

,,Daginn fyrir leikinn gegn Leicester þá var það nefnt að ég gæti spilað sem framherji, fölsk nía; einhver sem droppað aftar til að hjálpa miðvörðunum.“

,,Mikel Arteta spurði mig hvort þetta væri í lagi og ég svaraði einfaldlega að ég myndi gera það sem hann þyrfti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lengjubikarinn: Valur meistari eftir frábæra endurkomu

Lengjubikarinn: Valur meistari eftir frábæra endurkomu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna Arsenal komin heim vegna veikinda

Stjarna Arsenal komin heim vegna veikinda
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sá yngsti í sögunni þurfti að skila heimavinnunni stuttu eftir fyrsta leik – ,,Ekkert samtal, engar truflanir, ekki neitt!“

Sá yngsti í sögunni þurfti að skila heimavinnunni stuttu eftir fyrsta leik – ,,Ekkert samtal, engar truflanir, ekki neitt!“
433Sport
Í gær

Tjáir skoðun sína á frammistöðu Arons en sér ekki endilega lausnina – „Ég er allavega á því“

Tjáir skoðun sína á frammistöðu Arons en sér ekki endilega lausnina – „Ég er allavega á því“
433Sport
Í gær

Mætti tveimur dögum fyrr eftir gagnrýni þjálfarans – Sagður vera áhugalaus

Mætti tveimur dögum fyrr eftir gagnrýni þjálfarans – Sagður vera áhugalaus
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikurinn gerður upp og rýnt í Bestu deildina

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikurinn gerður upp og rýnt í Bestu deildina
433Sport
Í gær

Þægilegur sigur Íslands á Spáni

Þægilegur sigur Íslands á Spáni