Alisson, markvörður Liverpool, er kominn aftur heim og mun ekki spila meira með brasilíska landsliðinu.
Þetta hefur brasilíska knattspyrnusambandið staðfest en Alisson meiddist í 2-1 sigri á Kólumbíu í vikunni.
Alisson fékk heilahristing eftir samstuð við Davinson Sanchez og var tekinn af velli í seinni hálfleiknum.
Bæði Brasilía og Liverpool vildu ekki taka neina áhættu með markvörðinn og er hann kominn heim til Liverpool.
Læknateymi Liverpool mun skoða ástand leikmannsins á næstu dögum en hann verður líklega klár í næsta leik liðsins.