fbpx
Laugardagur 22.mars 2025
433Sport

„Þarft að bjóða 20-25 milljónir, þar til FH segir já“

433
Föstudaginn 21. mars 2025 21:30

Mynd: FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörn Hreiðarsson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Ari Sigurpálsson gekk í raðir sænska stórliðsins Elfsborg frá Víkingi á dögunum. Hann var lykilmaður í Fossvoginum.

„Þetta er hörkumúv. Elfsborg er hörkulið og hann á þetta svo sannarlega skilið. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Víking en frábært fyrir hann,“ sagði Sigurbjörn.

Helgi spurði að því hvernig Víkingur gæti fyllt hans skarð.

video
play-sharp-fill

„Það er Birnir Snær Ingason eða Kjartan Kári. Birnir er búinn að vera í smá brasi í Halmstad og sögusagnir um að hann vilji koma heim,“ sagði Hrafnkell. Birnir er fyrrum leikmaður Víkings en Kjartan lykilmaður hjá FH.

„Kjartan Kári er leikmaður sem þú þarft að bjóða 20-25 milljónir í, þar til FH segir já,“ sagði Hrafnkell.

Sigurbjörn tók til máls.

„Það eru allir falir fyrir rétta upphæð. Víkingur er í miklum séns á að verða Íslandsmeistari og hann kannski hoppar á þann vagn ef honum býðst það.

Honum líður vel þar og er að gera virkilega góða hluti þar. FH er stór klúbbur og ætlar sér stóra hluti. Það þarf mikið til að Víkingar nái honum ef þeir reyna það.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lætur Kára fá það óþvegið fyrir ummæli sín í beinni – „Kári Árnason litli kall“

Lætur Kára fá það óþvegið fyrir ummæli sín í beinni – „Kári Árnason litli kall“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp til æfinga

Lúðvík valdi hóp til æfinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United tilbúið að ganga ansi langt í sumar til að fá enska miðvörðinn

United tilbúið að ganga ansi langt í sumar til að fá enska miðvörðinn
433Sport
Í gær

Ætlar sér að mæta á Anfield í sumar og skella Alisson á bekkinn

Ætlar sér að mæta á Anfield í sumar og skella Alisson á bekkinn
433Sport
Í gær

Fyrstu 90 mínútur Arons Einars í 911 daga

Fyrstu 90 mínútur Arons Einars í 911 daga
433Sport
Í gær

Forráðamenn Liverpool vongóðir um að tveir bestu leikmenn liðsins séu að fara að skrifa undir

Forráðamenn Liverpool vongóðir um að tveir bestu leikmenn liðsins séu að fara að skrifa undir
Hide picture