fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
433Sport

United vill fá hann í sumar – Hefur rokið upp í verði á skömmum tíma

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. mars 2025 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xavi Simons, leikmaður RB Leipzig, er á óskalista Manchester United fyrir sumarið samkvæmt Sky í Þýskalandi.

Þessi 21 árs gamli leikmaður hefur lengi verið á radarnum hjá United sem einnig fylgdist með honum síðasta sumar. Þá var hann á láni hjá Leipzig frá PSG, en þýska félagið keypti hann endanlega þaðan nú í janúar á 42 milljónir punda.

Simons er fjölhæfur leikmaður og getur leyst flestar stöðurnar framarlega á vellinum. Hann er kominn með 8 mörk og 5 stoðsendingar í 25 leikjum á tímabilinu, en hann hefur eitthvað verið frá vegna meiðsla.

Hollenski landsliðsmaðurinn hefur hækkað töluvert í verði síðan Leipzig keypti hann í janúar og er talið að félagið myndi rukka tæplega 70 milljónir punda í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Framhjáhaldið sem komst upp um reyndist vera hefnd – Ástæðan er hreint ótrúleg

Framhjáhaldið sem komst upp um reyndist vera hefnd – Ástæðan er hreint ótrúleg
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gæti snúið aftur til Manchester en nú á Old Trafford

Gæti snúið aftur til Manchester en nú á Old Trafford
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Erfitt kvöld fyrir Strákana okkar og tap niðurstaðan

Erfitt kvöld fyrir Strákana okkar og tap niðurstaðan
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýr landsliðsfyrirliði jafnar fyrir Ísland – Sjáðu markið

Nýr landsliðsfyrirliði jafnar fyrir Ísland – Sjáðu markið