U21 árs landslið karla mætir Ungverjalandi í æfingaleik sem fram fer á Spáni á morgun klukkan 13:00.
Liðið mætir svo Skotum í öðrum æfingaleik þriðjudaginn 25. mars klukkan 13:00 og fara báðir leikir fram á Pinatar arena.
Ísland og Ungverjaland hafa mæst átta sinnum í þessum aldursflokki og hafa fjórar viðureignir endað með sigri Ungverjalands, þrjár viðureignir hafa endað með sigri Íslands og hafa liðin einu sinni skilið jöfn. Liðin mættust síðast árið 2023 en þá vann Ísland 1-0 sigur.
Báðir leikir verða sýndir í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.