fbpx
Sunnudagur 23.mars 2025
433Sport

Gummi Ben olli fjaðrafoki með spurningu sinni á veitingastað – „Skil ekki þessa reiði, ég held þetta sé öfund“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. mars 2025 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var létt yfir mönnum í innslagi sem Vísir birti á leikdegi í Kósóvó, þar sem íslenska karlalandsliðið mætir heimamönnum í Þjóðadeildinni í kvöld.

Liðin mætast í fyrri leik sínum í umspili um að halda sæti sínu í Þjóðadeildinni og hituðu þeir Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason, sem lýsa herlegheitunum í kvöld, upp fyrir leikinn í kvöld ásamt stjörnublaðamanninum og sjónvarpsmanninum Aroni Guðmundssyni.

„Gummi, þú efndir nánast til milliríkjadeilu á pizzastaðnum í gær þegar þú baðst um ananas á pizzuna,“ rifjaði Aron upp snemma í innslaginu, áður en Guðmundur tók til máls.

„Ég vil taka það fram að ég bað ekki um ananasinn. Ég spurði hvort það væri til ananas og það fór illa í heimamanninn. Ég get alveg viðurkennt það. En hann jafnaði sig og ég fékk mér pizzu með ananas.

Þetta hefur ekki haft neina eftirmála svo ég er alveg rólegur. En það snögg fauk í hann við þessa spurningu. Ég skil ekki þessa reiði, ég held þetta sé öfund gagnvart ananas,“ sagði Guðmundur léttur.

Að fá sér ananas á pizzu, eða ekki, hefur verið hitamál undanfarin ár. Guðni Th. fyrrum forseti Íslands tjáði eftirminnilega þá skoðun sína á sínum tíma að hann vildi banna slíkt, eins og flestir muna eftir.

Leikur Kósóvó og Íslands hefst klukkan 19:45 í kvöld og seinni leikur liðanna, eiginlegur heimaleikur Íslands, fer fram á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tjáir skoðun sína á frammistöðu Arons en sér ekki endilega lausnina – „Ég er allavega á því“

Tjáir skoðun sína á frammistöðu Arons en sér ekki endilega lausnina – „Ég er allavega á því“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mætti tveimur dögum fyrr eftir gagnrýni þjálfarans – Sagður vera áhugalaus

Mætti tveimur dögum fyrr eftir gagnrýni þjálfarans – Sagður vera áhugalaus
433Sport
Í gær

„Þarft að bjóða 20-25 milljónir, þar til FH segir já“

„Þarft að bjóða 20-25 milljónir, þar til FH segir já“
433Sport
Í gær

Mikil gleðitíðindi af Hlíðarenda

Mikil gleðitíðindi af Hlíðarenda
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikurinn gerður upp og rýnt í Bestu deildina

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikurinn gerður upp og rýnt í Bestu deildina
433Sport
Í gær

Þægilegur sigur Íslands á Spáni

Þægilegur sigur Íslands á Spáni
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal óttast það versta eftir meiðsli í landsleik í gær

Stuðningsmenn Arsenal óttast það versta eftir meiðsli í landsleik í gær
433Sport
Í gær

Besta deildin sendir frá sér stiklu þar sem Hjálmar Örn fer á kostum – „Hvað sérðu í honum?“

Besta deildin sendir frá sér stiklu þar sem Hjálmar Örn fer á kostum – „Hvað sérðu í honum?“