Manchester Untied hefur staðfest að félagið muni spila heimaleiki sína á Old Trafford ef farið verður í það að byggja nýjan völl.
Eigendur félagsins hafa tilkynnt áform sín um að byggja 100 þúsund manna leikvang við hlið vallarins.
Nýr völlur á að auka tekjur félagsins til muna og vera stærsti knattpsyrnuvöllur Englands.
Völlurinn yrði þá byggður fyrir aftan gamla völlinn en framkvæmdir myndu ekki hafa nein áhrif á notagildi hans.
Um leið og nýi völlurinn yrði klár væri farið í það að rífa þann gamla niður og byggja upp íbúðarbyggð þar í kring.