Gazzetta dello Sport á Ítalíu segir að Napoli ætli sér að reyna að kaupa Rasmus Hojlund framherja Manchester United í sumar.
Segir að Napoli sé tilbúið að rífa fram 50 milljónir punda til að fá danska framherjann.
Hojlund er á sínu öðru tímabili hjá United en hann kom frá Atalanta á Ítalíu fyrir 72 milljónir punda.
Eftir ágætt fyrsta tímabil hefur Hojlund átt í stökustu vandræðum með að skora á þessu tímabili.
Hojlund er í danska landsliðinu og telja forráðamenn Napoli að hann geti sprungið út ef hann kemur aftur til Ítalíu.