fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
433Sport

Sögulegur ársreikningur í Fossvogi: Tekjurnar vel yfir milljarð og rosalegur hagnaður

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. mars 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekjur knattspyrnudeildar Víkings voru yfir 1,2 milljarð á síðasta ári en þátttaka meistaraflokks karla í Sambandsdeildinni spilar þar stærsta hlutverkið.

832 milljónir af þessum 1,2 milljarði kom vegna þátttöku liðsins í Evrópukeppni. Félagið greiddi rúmar 12 milljónir í vallarleigu vegna Evrópukeppni en liðið lék á Kópavogsvelli, þá var ferðakostnaður 147 milljónir en var 34 milljónir árið á undan.

Um er að ræða sögulegan ársreikning en tekjur íslensk félags hafa aldrei verið svo miklar, Breiðablik var með 1,1 milljarð í fyrra í tekjur og var fyrsta knattspyrnufélagið til að fara yfir milljarð í tekjur.

Meira:
Náðu að snúa við miklum taprekstri í efri byggðum Kópavogs
Óvæntar tekjur björguðu rekstrinum í Úlfarsárdal – Gríðarleg hækkun á launakostnaði og útgjöldum
Blómlegur rekstur í Þorpinu á Akureyri – Tekjur jukust um 45 milljónir á milli ára
Mikið launaskrið í Laugardalnum en myndarlegur hagnaður á rekstrinum á síðasta ári
Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði
Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára

Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður ársins 415,7 millj. kr. (2023: tap 16,0 millj. kr.). Eigið fé í árslok nam 500,4 millj. kr. (2023: 83,9 millj. kr.) samkvæmt efnahagsreikningi.

Magnaður árangur Víkings á síðasta ári skilaði sér vel í kassann en útgjöldin jukust hressilega, launakostnaður var 418 milljónir og hækkar sá kostnaður um 160 milljónir króna á milli ára.

Tekjur af seldum varningi og veitingum hækkaði um ellefu milljónir á milli ára og fékk félagið 50 milljónir króna í tekjur þar.

Skammtímaskuldir deildarinnar eru rúmar 60 milljónir en óráðstafað eigið fé var 488 milljónir í lok árs. Félagið seldi leikmenn fyrir rúmar 5 milljónir á síðasta ári en árið 2023 seldi félagið leikmenn fyrir tæpar 100 milljónir.

Víkingur hefur í upphafi þessa árs selt leikmenn fyrir vel yfir 100 milljónir og kemur það fram í næsta ársreikningi. Ljóst er því að reksturinn í Fossvogi blómstrar.

Herra-, konukvöld og aðrar skemmtanir skiluðu vel yfir 20 milljónum í tekjur sem er ansi vel gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sýnir upphæðina sem hún var rukkuð um á veitingastað í höfuðborginni – Brá við að sjá töluna

Sýnir upphæðina sem hún var rukkuð um á veitingastað í höfuðborginni – Brá við að sjá töluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Annað högg í maga íslenska liðsins

Annað högg í maga íslenska liðsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sádarnir vilja einn besta varnarmann enska boltans í sumar

Sádarnir vilja einn besta varnarmann enska boltans í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Til í að borga tæpa 9 milljarða fyrir seinheppna framherja United í sumar

Til í að borga tæpa 9 milljarða fyrir seinheppna framherja United í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel sem þjálfari Englands

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel sem þjálfari Englands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enginn hjá United hefur áhuga á því að sjá Sancho aftur í sumar

Enginn hjá United hefur áhuga á því að sjá Sancho aftur í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenski landsliðsmaðurinn hafður að háð og spotti eftir viðtal sem hann gaf í gær – „Ganga?“

Íslenski landsliðsmaðurinn hafður að háð og spotti eftir viðtal sem hann gaf í gær – „Ganga?“
433Sport
Í gær

Real Madrid vill kaupa varnarmanninn sem er í fyrsta sinn í landsliðinu

Real Madrid vill kaupa varnarmanninn sem er í fyrsta sinn í landsliðinu
433Sport
Í gær

Valur með rausnarlegt tilboð í Andi Hoti

Valur með rausnarlegt tilboð í Andi Hoti