Tekjur knattspyrnudeildar Víkings voru yfir 1,2 milljarð á síðasta ári en þátttaka meistaraflokks karla í Sambandsdeildinni spilar þar stærsta hlutverkið.
832 milljónir af þessum 1,2 milljarði kom vegna þátttöku liðsins í Evrópukeppni. Félagið greiddi rúmar 12 milljónir í vallarleigu vegna Evrópukeppni en liðið lék á Kópavogsvelli, þá var ferðakostnaður 147 milljónir en var 34 milljónir árið á undan.
Um er að ræða sögulegan ársreikning en tekjur íslensk félags hafa aldrei verið svo miklar, Breiðablik var með 1,1 milljarð í fyrra í tekjur og var fyrsta knattspyrnufélagið til að fara yfir milljarð í tekjur.
Meira:
Náðu að snúa við miklum taprekstri í efri byggðum Kópavogs
Óvæntar tekjur björguðu rekstrinum í Úlfarsárdal – Gríðarleg hækkun á launakostnaði og útgjöldum
Blómlegur rekstur í Þorpinu á Akureyri – Tekjur jukust um 45 milljónir á milli ára
Mikið launaskrið í Laugardalnum en myndarlegur hagnaður á rekstrinum á síðasta ári
Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði
Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára
Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður ársins 415,7 millj. kr. (2023: tap 16,0 millj. kr.). Eigið fé í árslok nam 500,4 millj. kr. (2023: 83,9 millj. kr.) samkvæmt efnahagsreikningi.
Magnaður árangur Víkings á síðasta ári skilaði sér vel í kassann en útgjöldin jukust hressilega, launakostnaður var 418 milljónir og hækkar sá kostnaður um 160 milljónir króna á milli ára.
Tekjur af seldum varningi og veitingum hækkaði um ellefu milljónir á milli ára og fékk félagið 50 milljónir króna í tekjur þar.
Skammtímaskuldir deildarinnar eru rúmar 60 milljónir en óráðstafað eigið fé var 488 milljónir í lok árs. Félagið seldi leikmenn fyrir rúmar 5 milljónir á síðasta ári en árið 2023 seldi félagið leikmenn fyrir tæpar 100 milljónir.
Víkingur hefur í upphafi þessa árs selt leikmenn fyrir vel yfir 100 milljónir og kemur það fram í næsta ársreikningi. Ljóst er því að reksturinn í Fossvogi blómstrar.
Herra-, konukvöld og aðrar skemmtanir skiluðu vel yfir 20 milljónum í tekjur sem er ansi vel gert.