The 1958 sem er einn virkasti stuðningsmannahópur Manchester United segir ákvörðun félagsins að hækka miðaverð til eldri stuðningsmanna skammarlega.
Félagið tilkynnti í gær að ársmiðar félagsins myndu hækka um 5 prósent í verði á næstu leiktíð.
Aðeins miðar fyrir 16 ára og yngri hækka ekki í verði en United reynir að auka tekjur félagsins.
„Það er dapurt að félagið geti ekki eins og mörg önnur félög haldið óbreyttu miðaverði,“ segir í tilkynningu.
Hópurinn segir hækkunina skammarlega og sérstaklega þegar horft er í það að bílastæði á vellinum hækka um 15 prósent í verði.
Er það sagt hækkun til eldra fólks sem á erfitt með að koma gangandi langa leið á völlinn.