Manchester United og Real Betis munu á næstunni hittast og ræða framtíð Antony. Þetta kemur fram í spænskum miðlum.
Antony gekk í raðir Betis á láni frá United eftir martraðardvöl síðan hann fór á Old Trafford sumarið 2022 fyrir 86 milljónir punda.
Brasilíski kantmaðurinn hefur hins vegar slegið í gegn í La Liga. Er hann með fjögur mörk og tvær stoðsendingar í ellefu leikjum. Hefur hann þá einnig búið til fleiri færi en nokkur annar í deildinni síðan hann kom.
Sem fyrr segir mun fundur milli United og Betis eiga sér stað á næstunni. Spænska félagið vill halda Antony en getur þó aðeins borgað hluta launa hans á Old Trafford. Hjá United eru menn ekki sérlega spenntir fyrir því að lána hann aftur út.
Samningur Antony við United rennur út eftir rúm tvö ár.