Helgi Guðjónsson hefur framlengt samning sinn við Víking og gildir hann nú út árið 2028.
Þetta eru gleðitíðindi fyrir Víkinga, en þessi 25 ára gamli framherji hefur verið liðinu mikilvægur í velgengni þess undanfarin ár. Hafði hann verið eitthvað orðaður við brottför en nú er ljóst að hann fer ekki neitt.
Helgi er alls kominn með 69 mörk í 214 leikjum fyrir Víking, en hann skoraði 11 mörk í Bestu deildinni í fyrra.
„Það er mikil ánægja með að Helgi sé búinn að framlengja við okkur. Hann hefur verið í lykilhlutverki frá því að okkar velgengni byrjaði. Helgi kemur að rúmlega 20 mörkum ár hvert og sé ég því ekkert til fyrirstöðu að það haldi áfram næstu 4 ár hið minnsta. Svo hefur hann líka sýnt það að hann getur leyst fleiri stöður heldur en fremst á vellinum og eykur það enn frekar mikilvægi hans fyrir Víking,“ er haft eftir Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víkingi á heimasíðu félagsins.
Kæru Víkingar! Helgi Guðjónsson hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnudeild Víkings út árið 2028 ❤️🖤
Sjá nánar : https://t.co/RUqnRxTqr3 pic.twitter.com/C34d1kQzA4
— Víkingur (@vikingurfc) March 19, 2025