Framherjinn Moise Kean er heldur óvænt orðaður við Arsenal í ítölskum miðlum í dag.
Kean, sem er 25 ára gamall, er að eiga frábært tímabil með Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina. Er hann kominn með 20 mörk í 34 leikjum í öllum keppnum.
Arsenal sárvantar framherja, eins og hefur sést á þessari leiktíð, og gæti Kean reynst flottur kostur.
Kean spilaði í ensku úrvalsdeildinni með Everton 2019-2020 en tókst ekki að heilla þar. Hefur hann einnig leikið fyrir lið á á borð við Juventus og Paris Saint-Germain.
Stærri nöfn hafa einnig verið orðuð við Skytturnar. Má þar helst nefna Alexander Isak, sem hefur farið á kostum með Newcastle á leiktíðinni.