Gylfi Þór Sigurðsson spilar í þessum skrifuðu orðum sinn fyrsta leik með Víkingi frá því hann gekk í raðir félagsins.
Þessi besti landsliðsmaður sögunnar gekk í raðir Víkings frá Val í vetur, eins og flestir vita nú.
Gylfi var mættur í byrjunarlið Víkings sem nú mætir Grindavík í æfingaleik. Staðan fyrir Víking er 1-0 í hálfleik.
Besta deildin hefst svo eftir tvær og hálfa viku og tekur Víkingur á móti ÍBV í fyrsta leik.
Staðan í hálfleik er 1-0 fyrir Víking og það var Helgi Guðjónsson sem skoraði úr vítaspyrnu. Seinni hálfleikur er framundan og er í beinni hér : https://t.co/dnHytVYJIb pic.twitter.com/xk2sWfxyQZ
— Víkingur (@vikingurfc) March 19, 2025