Landsliðsmaðurinn Valgeir Lunddal nær ekki að jafna sig á meiðslum í tæka tíð fyrir leikinn gegn Kósóvó á morgun.
Frá þessu greindi Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi þar ytra í dag. Ísland mætir Kósóvó á morgun í fyrri leik liðanna í umspili um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Valgeir er á mála hjá Dusseldorf í þýsku B-deildinni og hefur verið að glíma við meiðslum. Munu þau halda honum frá leiknum annað kvöld.
Áður hafði komið fram að Mikael Anderson muni missa af þessum leik, sem og seinni leiknum, vegna meiðsla. Ekki er ljóst hvort Valgeir nái seinni leiknum.