Samkvæmt frétt Fichajes á Spáni hefur Manchester hug á því að reyna að kaupa besta leikmann Barcleona, Raphinha.
Segir að United hafi viðrða þá hugmynd við Barcelona að borga 58,9 milljónir punda fyrir hann.
Raphinha er 28 ára gamall en hann hefur verið magnaður á þessu tímabili.
Það verður að teljast ólíklegt að Barcelona vilji selja sinn besta mann fyrir slíka upphæð.
Raphinha þekkir vel til á Englandi en hann átti góða tíma hjá Leeds áður en hann fór til Barcelona.