fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Óttast þessa þrjá leikmenn Íslands mest

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. mars 2025 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðverjinn Franco Foda, sem stýrir landsliði Kósóvó, býst við jöfnum leikjum gegn Íslandi í Þjóðadeildinni á næstu dögum.

Liðin mætast í umspili um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Kósóvó á fimmtudag en sá seinni, sem telst heimaleikur Íslands, á Spáni á sunnudag.

Foda ræddi við Morgunblaðið í dag um þessa mikilvægu leiki, en það getur skipt sköpum að vera í B-deildinni í næstu Þjóðadeild er kemur að möguleikum að komast inn á EM 2028.

„Lið Íslands er mjög vel skipulagt og það eru gæði í leik þess. Íslendingar eiga marga leikmenn í sterkum deildum erlendis. Þetta snýst fyrst og fremst um okkar eigin áherslur og við munum búa okkur mjög vel undir að mæta þessum andstæðingi,“ segir Foda við Morgunblaðið.

Hann var þá spurður að því hvaða leikmenn Íslands hann óttaðist mest. „Orri Óskarsson, Hákon Haraldsson og Albert Guðmundsson.“

Foda er þá ekki sammála þeim sem telja Ísland sigurstranglegra fyrir komandi leiki liðanna.

„Ég tel að við getum leyft okkur að vera ósammála. Ég tel að líkurnar séu 50:50.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson