Caoimhin Kelleher ætlar sér að fara frá Liverpool í sumar en hann vill spila meira til að eiga möguleika á því að bæta leik sinn.
Kelleher er landsliðsmaður Írlands þar sem Heimir Hallgrímsson stýrir skútunni.
Kelleher varði mark Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins þar sem Liverpool tapaði mjög óvænt.
Kelleher er hins vegar oftast á bekknum þegar Alisson Becker er heill heilsu og hann vill því komast burt.
Ensk blöð segja að forráðamenn Bournemouth telji sig leiða kapphlaupið en Chelsea hefur einnig skoðað það að fá Kelleher.