fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
433Sport

Landsliðsþjálfari Van Dijk leysir frá skjóðunni um hvað hann sagðist vilja gera í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. mars 2025 10:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, tjáði sig um framtíð landsliðsmannsins Virgil van Dijk á blaðamannafundi fyrir komandi leik gegn Spáni á fimmtudag.

Van Dijk verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og hefur þar af leiðandi verið sterklega orðaður við brottför þar sem hann getur farið frítt þá.

Koeman var spurður að því hvort hann vildi ekki helst að miðvörðurinn yrði áfram á mála hjá Liverpool, það myndi henta landsliðinu best.

„Hvort sem hann skrifar undir hjá Liverpool eða öðru stóru liði skiptir mig ekki máli. Við sjáum hvað setur. Eins og ég skil Virgil vill hann halda sig á því stigi fótboltans sem hann er á í dag,“ svaraði Koeman.

Framtíð Van Dijk er því í algjörri óvissu áfram en miðað við þetta verður hann áfram hjá Liverpool eða fer í annað stórlið í Evrópuboltanum, frekar en til Sádi-Arabíu, þangað sem hann hefur til að mynda verið orðaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Myndband: Mætti seint á fyrsta degi – „Sumir myndu senda ykkur burt strax“

Myndband: Mætti seint á fyrsta degi – „Sumir myndu senda ykkur burt strax“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband af óhappi í líkamsræktarstöð vekur athygli – Margir furða sig á að enginn hafi hjálpað

Myndband af óhappi í líkamsræktarstöð vekur athygli – Margir furða sig á að enginn hafi hjálpað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óttast þessa þrjá leikmenn Íslands mest

Óttast þessa þrjá leikmenn Íslands mest
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Birtir mynd af sér á gjörgæslu þar sem hann var að berjast fyrir lífi sínu

Birtir mynd af sér á gjörgæslu þar sem hann var að berjast fyrir lífi sínu
433Sport
Í gær

Staðfest að tveir öflugir stjórar séu á blaði Tottenham – Skoða að reka Postecoglou

Staðfest að tveir öflugir stjórar séu á blaði Tottenham – Skoða að reka Postecoglou
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Liverpool eignaðist sitt fyrsta barn með 19 ára eiginkonu sinni

Fyrrum leikmaður Liverpool eignaðist sitt fyrsta barn með 19 ára eiginkonu sinni