Manchester City hefur áhuga á því að kaupa Eduardo Camavinga miðjumann Real Madrid í sumar.
Camavinga er 22 ára gamall franskur landsliðsmaður sem Pep Guardiola hefur áhuga á.
Spænskir miðlar segja að Real Madrid sé til í að skoða að selja hann en félagið vilji 70 milljónir punda.
Óvíst er hvort City sé tilbúið í að rífa fram þá upphæð.
Miklar breytingar verða hjá City í sumar en búist er við að félagið selji marga og kaupi nokkra þess í stað.