Knattspyrnufélagið Valur hefur samið við bandarísku knattspyrnukonuna Jordyn Rhodes sem mætti á sína fyrstu æfingu hjá félaginu í dag.
Jordyn sem er mikill markaskorari lék með Tindastóli á síðustu leiktíð og skoraði þar 13 mörk í 22 leikjum.
Matthías Guðmundsson annar af þjálfurum Valsliðsins hafði þetta um að segja um Jordyn:
„Það er geggjað að fá Jordyn Rhodes til okkar enda er hún kraftmikill framherji með mikið markanef. Hún er með frábæra tölfræði allsstaðar sem hún hefur verið og er t.d. markahæsti leikmaðurinn í sögu Kentucky háskólans og endaði önnur markahæst í Bestu deildinni á seinustu leiktíð með samanlagt 13 mörk. Hún mun klárlega styrkja okkur mikið sóknarlega.“