Samkvæmt rekstrarreikningi knattspyrnudeildar Fram nam hagnaður félagsins á árinu 74,7 millj. kr. Eigið fé í árslok var nam 77,9 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.
Undir liðnum aðrir styrkir fékk Fram 174 milljónir en sú tala var 33 milljónir á síðasta ári.
Talað hefur verið um að stuðningsmaður félagsins hafi ákveðið að erfa félagið miklum fjármunum þegar hann féll frá. Virðist það hafa bjargað rekstri félagsins á síðasta ári.
Meira:
Blómlegur rekstur í Þorpinu á Akureyri – Tekjur jukust um 45 milljónir á milli ára
Mikið launaskrið í Laugardalnum en myndarlegur hagnaður á rekstrinum á síðasta ári
Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði
Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára
Laun og launatengd gjöld voru tæpar 164 milljónir og hækkuðu um 40 milljónir króna á milli ár, um er að ræða rekstur meistaraflokka félagsins.
Kostnaður við rekstur deildarinnar voru tæpar 200 milljónir króna í fyrra og hækkuðu 56 milljónir á milli ára.
Skammtímaskuldir Fram eru 36 milljónir króna og hækka um 11 milljónir á milli ára. Fram átti 86 milljónir í handbært fé í árslok 2024 og ljóst að félagið er í góðum málum.