Þýski blaðamaðurinn Christian Falk hefur nefnt þrjá leikmenn sem Liverpool er að horfa til þegar kemur að eftirmanni Virgil van Dijk.
Van Dijk hefur í þónokkur ár verið einn mikilvægasti leikmaður Liverpool en hann verður samningslaus í sumar.
Falk sem starfar fyrir Bild og er nokkuð virtur nefnir tvo leikmenn sem spila í Bundesligunni í Þýskalandi.
Samkvæmt hans heimildum eru Nico Schlotterbeck hjá Dortmund og Konstantinos Koulierakis hjá Wolfsburg ofarlega á lista enska liðsins.
Koulierakis myndi reynast ódýrari kostur en hann gæti verið fáanlegur fyrir svo lítið sem 15 milljónir evra.
Falk talar þá einnig um Marc Guehi hjá Crystal Palace en enskir miðlar segja einnig að hann sé á leið á Anfield eftir tímabilið.