Eftir tæplega 27 milljóna króna tap á rekstri knattspyrnudeildar HK árið 2023 var smá hagnaður á rekstri deildarinnar á síðustu leiktíð, þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.
HK féll úr Bestu deild karla á síðustu leiktíð en tekjur deildarinnar voru 257 milljónir á síðasta ári og jukust aðeins á milli ára.
Tæplega milljón króna hagnaður var á rekstrinum sem er mikil breyting frá árinu á undan.
Meira:
Óvæntar tekjur björguðu rekstrinum í Úlfarsárdal – Gríðarleg hækkun á launakostnaði og útgjöldum
Blómlegur rekstur í Þorpinu á Akureyri – Tekjur jukust um 45 milljónir á milli ára
Mikið launaskrið í Laugardalnum en myndarlegur hagnaður á rekstrinum á síðasta ári
Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði
Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára
HK skilar ársreikningi sínum með yngri flokka starfinu og voru tekjur af æfingagjöldum 122 milljónir eða tæpur helmingur af öllum tekjum deildarinnar.
Launakostnaður deildarinnar voru 209 milljónir á síðasta ári og lækkaði um níu milljónir á milli ára.
Félagið er með 58 milljónir í fyrirframgreiddar tekjur en ljóst er að reksturinn er í járnum hjá félaginu.
Smelltu hér til að sjá reikninginn í heild