Forráðamenn Chelsea hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segjast óttast þá þróun sem er á samfélagsmiðlum, leikmenn félagsins finni þar fyrir miklum fordómum.
Chelsea segir það áhyggjuefni hvernig rasismi fær að grassera á samfélagsmiðlum.
Wes Fofana leikmaður liðsins fékk mörg ógeðfelld skilaboð í gær eftir tap liðsins gegn Arsenal.
„Wes hefur fullan stuðning okkar og allur leikmannahópurinn styður hann,“ segir í yfirlýsingu Chelsea.
Chelsea segist hafa sent málið til lögreglu og vonast til að hægt sé að finna þá sem sendu Fofana skilaboðin.