Sadio Mane 32 ára leikmaður Al-Nassr frá Senegal og eiginkona hans Aisha Tamba hafa eignast sitt fyrsta barn saman.
Samband þeirra hefur vakið athygli en þau giftu sig fyrir rúmu ári síðan þegar Tamba varð 18 ára gömul.
Hún kláraði skólagöngu sína áður en hún flutti til Mane í Sádí Arabíu.
Þau hafa nú eignast sitt fyrsta barn saman en þrettán ára aldursmunur er á parinu.
Mane er fyrrum leikmaður Liverpool en hann átti farsælan feril á Englandi áður en hann elti seðlana til Sádí Arabíu.
Þau skírðu dóttur sína um helgina í Senegal og fékk hún nafnið Animata.