Mikel Arteta, stjóri Arsenal, viðurkennir að Myles Lewis-Skelly muni mögulega spila í annarri stöðu í framtíðinni.
Um er að ræða ungan og efnilegan leikmann sem var á dögunum kallaður í enska landsliðið í fyrsta sinn á ferlinum.
Lewis-Skelly hefur spilað í bakverði fyrir Arsenal á þessu tímabili en það er ekki endilega hans staða í framtíðinni að sögn Arteta.
,,Hann er mjög gáfaður strákur, hann er mjög viljugur og mjög líkamlega sterkur. Ef þú ert með þetta í vopnabúrinu ásamt rétta viðhorfinu þá geturðu afrekað þetta,“ sagði Arteta.
,,Hann getur spilað sem sexa eða átta, það mun velta á því hvernig hann nær saman með öðrum leikmönnum og hvernig hann þróast innan liðsins.“
,,Við erum að tala um leikmann sem getur svo sannarlega spilað í mörgum stöðum.“