Fram kom í fréttum í dag að ÍA hefði lagt fram tilboð í Tryggva Hrafn Haraldsson kantmann Vals um helgina. Því tilboði var hafnað um leið.
Kristján Óli Sigurðsson, spekingur Þungavigtarinnar sagði fyrst frá.
Heimildir 433.is herma að tilboðið hafi verið í kringum 5 milljónir króna og á Hlíðarenda er það túlkað sem dónaskapur.
Tilboðinu var hafnað um leið, er Tryggva ætlað stórt hlutverk á Hlíðarenda í sumar haldist hann heill heilsu.
Tryggvi ólst upp hjá ÍA en hefur gert vel með Val síðustu ár þegar hann hefur náð að vera heill en meiðsli hafa hrjáð hann.
ÍA er að selja Hinrik Harðarson til Noregs og leita af manni til að fylla hans skarð. Tryggvi er öflugur sóknarmaður sem iðulega spilar á vinstri kantinum.