Það er búið að staðfesta það að ný þáttaröð af Ted Lasso verður gefin út og mun Jason Sudeikis leika aðalhlutverkið á nýjan leik.
Þáttaröðin hefur verið í dágóðri pásu en henni var upphaflega slaufað 2023.
Sudeikis lék þar knattspyrnuþjálfarann Ted Lasso sem er frá Bandaríkjunum og fékk óvænt tækifæri í ensku úrvalsdeildinni.
Lasso þurfti að aðlagast bæði fótboltanum og Englandi en hann hafði gert það gott í amerískum fótbolta heima fyrir.
Nú er ný sería á leiðinni en hvenær hún kemur út er óljóst – talið er að Lasso muni að þessu sinni taka við kvennaliði á fyrsta sinn á ferlinum en það hefur þó ekki fengist staðfest.