Cesc Fabregas, stjóri Como, var hundfúll út í fyrrum enska landsliðsmanninn Dele Alli eftir leik sinna manna við AC Milan í Serie A.
Como tapaði leiknum 2-1 þar sem Alli fékk tækifærið í fyrsta sinn en hann fékk rautt spjald á lokamínútunum fyrir afskaplega heimskulegt brot.
Fabregas mótmælti rauða spjaldinu alls ekki og segir að Alli þurfi svo sannarlega að gera betur ef hann ætlar að spila á meðal þeirra bestu.
,,AC Milan er lið sem er með heimsklassa leikmenn innanborðs, þetta er mjög gott lið,“ sagði Fabregas.
,,Dele er leikmaður sem skorar mörk en eins og er þá þarf hann að bæta sig verulega og þetta voru skelfileg mistök komandi frá einhverjum með svo mikla reynslu.“
,,Hann skildi liðið eftir í erfiðri stöðu og það er það neikvæða við þetta kvöld.“