Fjölmiðlar í Þýskalandi greina frá því að Arsenal sé að skoða það að fá til sín fyrrum vængmann Manchester City, Leroy Sane.
Sane er samningsbundinn Bayern Munchen í dag en hann verður samningslaus eftir tímabilið.
Sane vill sjálfur halda sig hjá Bayern og er jafnvel tilbúinn að taka á sig launalækkun til að fá framlengingu.
Arsenal hefur áhuga á að semja við leikmanninn sem þekkir til Englands og myndi koma þangað á frjálsri sölu.
Sane er 29 ára gamall en hann er ekki einn af lykilmönnum Bayern í dag eftir komu Michael Olise í fyrra.