Arsenal vann stórleikinn í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Chelsea í ansi bragðdaufum fótboltaleik.
Leikurinn var heilt yfir lítil skemmtun en Mikel Merino sá um að tryggja Arsenal sigur með marki í fyrri hálfleik.
Það kemur kannski fáum á óvart en það mark kom úr hornspyrnu en Merino skallaði boltann í netið á laglegan hátt.
Chelsea var meira með boltann í þessum leik en ógnaði marki Arsenal afskaplega lítið og átti aðeins tvö skot á markið í viðureigninni.
Á sama tíma áttust við Fulham og Tottenham en það fyrrnefnda vann 2-0 heimasigur með mörkum í seinni hálfleik.
Arsenal 1 – 0 Chelsea
1-0 Mikel Merino(’20)
Fulham 2 – 0 Tottenham
1-0 Rodrigo Muniz(’78)
2-0 Ryan Sessegnon(’88)