Chelsea er búið að tryggja sér annan leikmann frá Sporting Lisbon stuttu eftir að hafa samið við Geovany Quenda.
Quenda er á leið til Chelsea og kemur árið 2026 en blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano hefur staðfest þær fregnir.
Annar leikmaður Sporting er á leið til Chelsea en hann heitir Dario Essugo og er 20 ára gamall og spilar á miðjunni.
Chelsea borgar 22 milljónir evra fyrir miðjumanninn sem kemur til liðsins í sumar og verður hluti af aðalliðinu.
Quenda kostar 48 milljónir evra en hann mun spila með Sporting á næsta tímabili og flytja til Englands ári seinna.
Romano segir að Essugo skrifi undir sjö ára samning við enska stórliðið og er hann búinn í læknisskoðun.