Það fer fram úrslitaleikur á Englandi klukkan 16:30 í dag er Newcastle og Liverpool eigast við á Wembley vellinum goðsagnarkennda – leikið er í enska deildabikarnum.
Liverpool gerir sér vonir um að vinna tvennuna á þessu tímabili en allar líkur eru á að liðið fagni sigri í ensku úrvalsdeildinni.
Newcastle verður án lykilmanna í leiknum eins og Anthony Gordon og Lewis Hall en sá fyrrnefndi er í banni og sá síðarnefndi er meiddur.
Trent Alexander-Arnold er einnig frá hjá Liverpool en hann meiddist gegn Real Madrid fyrir helgi.
Hér má sjá byrjunarliðin í þessum leik.
Liverpool: Kelleher; Quansah, Konate, Van Dijk, Robertson; Mac Allister, Gravenberch; Salah, Szoboszlai, Luis Díaz; Diogo Jota.
Newcastle: Pope; Trippier, Schär, Burn, Livramento; Bruno Guimaraes, Tonali, Joelinton; Murphy, Isak, Barnes.