Cristiano Ronaldo komst á blað fyrir lið Al Nassr í gær er liðið spilaði við Al Kholood í Sádi Arabíu.
Ronaldo var í byrjunarliðinu í þessum leik og kom sínum mönnum yfir þegar aðeins fjórar mínútur viru búnar.
Sadio Mane og Jhon Duran komust einnig á blað fyrir heimamenn sem unnu að lokum góðan 3-1 sigur.
Ronaldo er nú búinn að skora 928 mörk á ferlinum og þarf 72 mörk til viðbótar til að ná heilum þúsund mörkum.
Ronaldo og hans menn eru í þriðja sæti deildarinnar en tíu stigum á eftir toppliði Al Ittihad.