Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, ætlar ekki að syngja þjóðsönginn í næstu leikjum liðsins en hann staðfestir það sjálfur.
Um er að ræða Þjóðverja sem er tekinn við landsliðinu á Englandi en hann segist ekki eiga rétt á því að syngja með að svo stöddu.
Tuchel lofaði þó því að hann myndi syngja með ef úrslitin eru rétt og að hann sé að tengja við bæði leikmenn og stuðningsmenn.
,,Þetta er ekki eitthvað sem þú færð gefið, þú getur ekki bara byrjað að syngja,“ sagði Tuchel.
,,Þessi söngur hefur mikil áhrif á tilfinningar fólks og þetta er mjög orkumikill þjóðsöngur, ég þarf að vinna fyrir þessu.“
,,Ég hef því ákveðið að syngja ekki með í fyrstu leikjunum.“