Ange Postecoglou missti af söngleik barna sinna vegna leik Tottenham og AZ Alkmaar í Evrópudeildinni á fimmtudag.
Postecoglou sá sína menn vinna 3-1 sigur á heimavelli og með þeim sigri tryggði liðið sér sæti í næstu umferð keppninnar.
Því miður fyrir Ástralann þá héldu börn hans sýningu í skólanum á sama tíma – eitthvað sem hann neyddist til að missa af.
Næsti leikur Tottenham er á morgun gegn Fulham á útivelli.
,,Við spilum mikilvægan leik á sunnudaginn og þurfum að undirbúa okkur fyrir hann,“ sagði Postecoglou.
,,Krakkarnir mínir léku í söngleik í kvöld svo ég vil fá að vita hvað átti sér stað. Þau sungu lag eftir Bítlana, ég er mikill aðdáandi þeirra svo ég vona að það hafi gengið vel!“