Maður að nafni Radisa Ilic er látinn en hann lést á fimmtudag aðeins 47 ára gamall – um er að ræða fyrrum serbnenskan landsliðsmann.
Ilic var og er landsþekktur einstaklingur en hann spilaði yfir 350 leiki á sínum ferli og voru þeir flestir í heimalandinu, Serbíu.
Ilic er fyrrum landsliðsmarkvörður Serbíu en þrátt fyrir að hafa spilað aðeins einn leik þá var hann nokkrum sinnum í hóp.
Ilic vann efstu deildina í Serbíu fimm sinnum og þá serbnenska bikarinn tvisvar á sínum fína ferli.
Hann fannst látinn fyrir utan heimili sitt á fimmtudag eftir að hafa fallið til jarðar úr eigin íbúð í Serbíu og þá í gegnum opinn glugga.
Málið er í höndum lögreglunnar eins og staðan er og er óvíst hvað nákvæmlega átti sér stað.