William Gallas, fyrrum leikmaður Arsenal, er ekki viss um það að Mikel Arteta geti höndlað það að vinna með stjörnum á borð við Victor Osimhen.
Osimhen hefur oft verið orðaður við Arsenal sem vill fá framherja inn fyrir næsta tímabil en hann er samningsbundinn Napoli.
Gallas er ekki viss um að það samband muni enda vel og að það henti Arteta betur að vinna með leikmönnum sem eru með minni prófíl.
,,Að mínu mati þá er victor Osimhen maðurinn sem þeir ættu að reyna við. Hann hefur spilað vel með Galatasaray en er augljóslega á láni frá Napoli,“ sagði Gallas.
,,Hann gæti skorað 20 mörk á tímabili. Ef ekki þá er hann samt hreyfanlegur og skapar pláss fyrir aðra leikmenn í kringum sig.“
,,Ég veit að ég mun fá gagnrýni enn eina ferðina fyrir þessi ummæli en er hann of stórt nafn fyrir Arteta? Ég er ekki viss um að Mikel Arteta sé með persónuleikann til að glíma við stóra prófíla.“