Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur staðfest það að Bukayo Saka muni byrja að æfa með aðalliði félagsins í næstu viku.
Saka hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og verður ekki með á morgun er liðið mætir Chelsea í stórleik í ensku úrvalsdeildinni.
Arteta segir þó að það sé ekki of langt í lykilmanninn og mun hann klárlega spila áður en tímabilinu lýkur.
,,Hann verður hérna í næstu viku og vonandi þá mun hann æfa með bolta,“ sagði Arteta.
,,Það þýðir að hann geti hlaupið og skotið að marki. Hann er búinn að æfa mikið á vellinum en næsta skrefið er að sjá hvernig hann höndlar samkeppnishæfa æfingu.“