Arsenal ætlar að gera svipað og Manchester United en það er Daily Mail á Englandi sem fjallar um málið.
United hefur staðfest það að liðið ætli að byggja nýjan völl á næstu árum sem mun taka við af hinum goðsagnarkennda Old Trafford.
Samkvæmt Mail þá vill Arsenal nú stækka sinn heimavöll, Emirates, og gæti verkefnið verið klárt fyrir 2028.
Stjórnarformaður Arsenal, Josh Kroenke, stðafesti það árið 2023 að félagið væri að skoða það að stækka heimavöllinn sem hefur reynst félaginu afar vel í mörg ár.
Arsenal er búið að fá tilboð frá fyrirtækjum sem vilja taka að sér þetta verkefni og er möguleiki á að það verði staðfest á næstu vikum.