fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Velta fyrir sér vali Arnars á tengdasyni tvíburabróður síns

433
Föstudaginn 14. mars 2025 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valið á Bjarka Steini Bjarkasyni í íslenska landsliðið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag. Ástæðan er sú að hann er sagður vera tengdasonur Bjarka Gunnlaugssonar, umboðsmanns knattspyrnumanna og fyrrum landsliðsmanns.

Bjarki er tvíburabróðir Arnars Gunnlaugssonar sem kynnti sinn fyrsta landsliðshóp á miðvikudag. Arnar tók við landsliðinu á dögunum og hefur verið að undirbúa sitt fyrsta verkefni síðustu vikur.

Umræðan var á þann veg að líklega ætti Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Orlando í MLS deildinni skilið sæti í hópnum á kostnað Bjarka Steins sem leikur með Venezia á Ítalíu.

„Þetta væri alls staðar rætt, Bjarki Steinn er tengdasonur Bjarka Gunnlaugssonar sem er tvíburabróður Arnars. Ég er búin að fá 1237 skilaboð um þessi mál, fólkið í kringum Dag Dan skilur þetta ekki hvernig hann er ekki þarna inni,“ sagði Hjörvar Hafliðason um málið.

Bjarki Steinn byrjar. Getty Images

Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður hjá RÚV fór yfir það hvað Bjarki hefði spilað mikið á þessu tímabili.

„Þetta eru níu leikir, 159 mínútur í Seriu A. Byrjar tímabilið meiddur, missti af fyrstu tólf leikjunum. Hann er oft geymdur á bekknum allan tímann, það mesta sem hann hefur spilað eru 76 mínútur gegn Parma í janúar. Þetta er óheppilegt,“ sagði Gunnar.

Bjarki tengdafaðir Bjarka er umboðsmaður knattspyrnumanna og starfar fyrir eina stærstu skrifstofu í heimi. „Dagur Dan er ekki hjá Stellar,“ sagði Gunnar um það en Bjarki starfar hjá Stellar.

Dagur Dan

„Við vitum hvernig danska, norska og sænska medían virka. Ef tengdasounr bróður Stale Solbakken (Þjálfari Noregs) væri í hópnum á kostnað annars leikmanns, þá væri það rætt,“ sagði Hjörvar um málið.

Gunnar segir Dag hafa spilað frábærlega í MLS deildinni undanfarið. „Við erum meira að spyrja út í þetta vegna þess hvernig Dagur Dan hefur verið að spila í MLS deildinni, meira spurningin um Dag Dan frekar en að kasta rýrð á valið á Bjarka. Hann er frábær leikmaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Í gær

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals