UEFA ætlar að endurskoða reglur sínar er varðar vítaspyrnur þegar leikmaður snertir boltann með báðum löppum. Þetta kemur í kjölfarið af atviki á miðvikudag.
Julian Alvarez framherji Atletico Madrid rann þá í vítaspyrnukeppni gegn Real Madrid, boltinn hafnaði í netið en hann kom við boltann með báðum fótum.
Var þetta til þess að markið var dæmt af.
„UEFA ætlar að ræða við FIFA og IFAB um það hvort breyta eigi reglunni, í þá átt að ef þetta er ekki viljandi þá skipti það ekki máli,“ segir í yfirlýsingu UEFA.
Dómurinn varð til þess að Atletico féll úr leik og Real Madrid fór áfram.