fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
433Sport

Stór ensk blöð vitna í „ummæli“ Alberts sem hann lét aldrei falla – „Galið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. mars 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal Alberts Guðmundssonar við Livey, þar sem hann ræðir meðal annars David De Gea, hefur vakið mikla athygli.

Albert er liðsfélagi De Gea hjá Fiorentina og í viðtalinu var hann spurður að því hvort hann væri hissa á að Manchester United hafi leyft honum að fara frítt eftir ellefu ár hjá félaginu 2023.

„Hann er virkilega auðmjúkur, þegar þú ert að ræða við hann kemur ekki sú tilfinning að hann hafi verið hjá Manchester United í ellefu ár og unnið sér inn allan þennan pening og titlana.

„Hann er virkilega jarðbundinn og gerir gæfumuninn innan vallar, hann er án nokkurs vafa besti markvörður sem ég hef spilað með. Það er heppni fyrir okkur að hafa hann í markinu,“ sagði Albert um De Gea.

Ummælum Alberts hefur eitthvað skolað til í vinnslu fréttamiðla ytra upp úr viðtalinu. Stór blöð á Englandi, til að mynda Daily Star og staðarblaðið Manchester Evening News, hafa fjallað um málið og þar er sagt að Albert hafi sagt það „galið“ að United skildi leyfa De Gea að fara.

Má það líklega rekja til þess að báðir miðlar skrifa upp úr ítalska miðlinum Tutto Mercato, sem setur ummæli Alberts úr viðtalinu við Livey svona fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Albert tjáir sig um De Gea sem samherja – Frægð og frami ekki haft áhrif á hann

Albert tjáir sig um De Gea sem samherja – Frægð og frami ekki haft áhrif á hann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Velta fyrir sér vali Arnars á tengdasyni tvíburabróður síns

Velta fyrir sér vali Arnars á tengdasyni tvíburabróður síns
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skilaboð um dómarann á boltanum hans Bruno vekja kátínu

Skilaboð um dómarann á boltanum hans Bruno vekja kátínu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Brjáluð í beinni yfir þeim ummælum sem Sir Jim Ratcliffe lét falla um konurnar í vikunni

Brjáluð í beinni yfir þeim ummælum sem Sir Jim Ratcliffe lét falla um konurnar í vikunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var Maradona í raun og veru myrtur?

Var Maradona í raun og veru myrtur?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Undanúrslit Lengjubikarsins hefjast í kvöld – Aðeins lið úr Reykjavík sem komust áfram

Undanúrslit Lengjubikarsins hefjast í kvöld – Aðeins lið úr Reykjavík sem komust áfram