Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United fékk að eiga boltann eftir sigur liðsins á Real Sociedad í Evrópudeildinni í gær.
Bruno hlóð í þrennu í leiknum í 4-1 sigri þegar United flaug áfram.
Vítaspyrnudómarnir voru nokkuð umdeildir en Sociedad skoraði sitt eina mark úr vítaspyrnu.
„Hversu mikið borgaðir þú dómaranum?,“ skrifaði einn samherji Bruno á boltann eftir leikinn.
Hefð er fyrir því að leikmenn láti samherja sína skrifa á boltann eftir þrennur og það gerði Bruno í gær.